Opnið gluggann Fjárhagur - Hreyfingalisti.

sýnir sundurliðaðan prófjöfnuð fyrir tilgreinda fjárhagsreikninga. Hægt er að nota skýrsluna í lok fjárhagstímabils eða reikningsárs.

Hægt er að velja reikninga í skýrsluna með því að setja afmörkun.

Valkostir

Reitur Lýsing

Ný blaðsíða á hvern fjárhagsreikning.

Valið til að prenta hvern fjárhagsreikning á eigin síðu.

Undanskilja fjárhagsreikn. sem aðeins hafa stöðu

Ef þetta er valið verða fjárhagsreikningar sem hafa stöðu en ekki nettóbreytingu á tímabilinu í reitnum Dags.afmörkun ekki hafðir með í skýrslunni.

Taka lokafærslur innan tímabilsins með

Valið til að láta lokunarfærslur fylgja með. Það kemur sér vel ef skýrslan nær yfir heilt reikningsár. Lokafærslur eru skráðar á hugsaða dagsetningu milli lokadagsetningar fyrra reikningsárs og byrjunardagsetningar þess næsta. Þær hafa C fyrir framan dagsetninguna, t. d. C 123194. Engar færslur birtast ef þessi reitur er ekki valinn.

Taka bakfærðar færslur með

Valið ef taka á bakfærðar færslur með í skýrslunni.

Prenta aðeins leiðréttingar

Valið ef skýrslan á einungis að birta færslur sem hafa verið bakfærðar og samsvarandi leiðréttingarfærslur þeirra.

Ábending